SJÓNARMIÐ MANNLEGS RÉTTLÆTIS


,,Sælir eru þeir sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir því að þeirra er himnaríki“(Mt. 5: 10).

 

KROSSFERÐIRNAR

Það er svolítið merkilegt hvernig fólk sem telur sig kristið hleypur oft í það að verja önnur trúarbrögð og að vísa til krossfaranna og annarra hremminga sem það telur að hafi átt sér stað meðal kristinna manna. ,,heggur sá er hlífa skildi“ má segja um þetta fólk. Það er erfitt að trúa því að fólk sem svona talar lifi sigrandi trúarlífi undir merki konungs sannleikans Jesú Krists. Það virðist halda að það sé í lagi að stunda hryðjuverkastarfsemi í orði gagnvart þeirri trú sem það telur sig tilheyra.  Ég er ekki viss um að þetta fólk sem hér er vísað til vildi hafa í þjónustu sinni starfsmenn sem töluðu gagnvart því eins og það talar gagnvart kristninni. Það væri nær fyrir kristið fólk að vísa til klaustranna sem voru, sjúkrahús, elliheimili og einu hjálparstofnanir fyrri tíma og líka voru klaustrin menntastofnanir og vísindastofnanir.

KVISLINGAR  NÚTÍMANS.

Krossfararnir voru ekki ,,kvistlingar“ sem níddu niður sína eigin trú. Hugsjón þeirra var að frelsa Jerúsalem, sem þeir nefndu ,,borgina helgu“ úr höndum þeirra sem þeir nefndu ,,heiðingja“. Hugsjón þeirra var ekki að drepa aðra þeir féllu margir í bardögum vegna hugsjónar sinnar og sorglegt var að margir gyðingar féllu fyrir vopnum þeirra en þeir eru þeir einu sem eiga sögulegt tilkall til Jerúsalem. Múslímar sóttu til Jerúsalem á sömu forsendum og krossfararnir til þess að ná yfirráðum yfir borg sem þeir höfðu ekkert tilkall til. Þess vegna skil ég ekki þá réttlætiskennd ,,hneykslunar kristinna“ að blóð múslímanna skuli vera dýrmætara í þeirra augum en blóð krossfaranna. Þetta er alveg í anda þess þegar NATO herinn (kristni) drap kristna Serba til að bjarga múslímum.

KROSSFARARNIR  MENNTAÐIR  Í  SKÓLA  REYNSLUNNAR.

Krossfararnir voru ekki menntaðir úr guðfræðideildum vesturlanda og þeirra sýn var að vandlæta fyrir Jesú Krist og þeir töldu sig vera að fórna lífi sínu fyrir heiður hans. Krossfararnir voru ekki í hópi þeirra sem semja og hafa eftir einhverja aulabrandara í þeim tilgangi að hæða Jesú og kristindóminn sem sumir sem telja sig kristna þykjast hafa gaman af og gera sig þannig að aðhlátursefni hjá þjónum Satans. Við sem teljum okkur kristin skyldum líta okkur nær, því þegar við göngum með krossförunum til ,,dómsins“ verður það ekki réttlætiskennd okkar sem ræður heldur þess sem rannsakar hjörtun, tryggð og hollustu.

Eftir  Ársæl  Þórðarson.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s