GAMLI OG NÝI SÁTTMÁLINN.


 

Keldnakirkja   á   Rangárvöllum.

,Allir, sem syndgað hafa án þess að þekkja lögmál, munu og tortímast án lögmáls og allir, sem syndgað hafa þótt þeir þekki lögmál, munu dæmast eftir lögmáli“(Róm. 2: 12).

 

,,ALLIR HAFA SYNDGAÐ OG SKORTIR GUÐS DÝRГ(RÓM. 3: 23).

 

Í grófum dráttum byggðist ,,Gamli sáttmálinn“ upp á þeirri skoðun að góð verk ásamt staðfastri trú frelsuðu sálina og áynnu traust Guðs. ,,Nýi sáttmálinn“ byggist upp á því að menn geta ekki ,,keypt“ sig inn í ríki Guðs með verkum heldur verða að þiggja náð hans í fórnardauða Jesú Krists á krossinum ,,hjálpræðisverkinu“,  sem er gjöf Guðs til manna.

Mósebækur Biblíunnar fjalla um lögmálið sem er eitt, en þó tvíþætt. Í fyrsta lagi boðorðin 10, sáttmálinn sem Guð ritaði sjálfur á ,,sáttmálstöflurnar“ og Móse færði Ísraelsþjóðinni þegar þjóðin reikaði um á eyðimörkinni. Í öðru lagi ýtarleg ,,stjórnsýslu löggjöf“  Ísraelsmanna þar sem hegningar ákvæði fylgdu lögmálsbrotum. Þær refsingar voru oft grimmar eins og ,,grýtingar“ þar sem hinir ,,syndlausu“ kváðu upp dóm sinn yfir samborgaranum og studdust þá við tilskilið  refsiákvæði varðandi lögmálsbroti. Guð faðir sá að svona ,,réttlæti“ gengi ekki upp og að menn gætu ekki frelsast fyrir eigin verk. Hann kom því til Jarðar í syni sínum Jesú Kristi og gerði nýjan sáttmála við mannkynið um að allir þeir sem þiggja hjálpræði hans, fyrir náð, eigi eilíft líf með honum á himnum. Nýi sáttmálinn er í gildi þar til Jesús Kristur ákveður annað og fyrir heit er um að engin breyting verði þar á þar til: ,,Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma“(Mt. 24: 14). Tími náðarinnar er því enn í dag og ekki eftir neinu að bíða fyrir þá sem vilja fylgja Jesú. Á krossinum tók Jesús á sig syndir allra sem koma auðmjúkir að krossi hans og leysir  iðrandi syndarann undan oki ,,gamla“ lögmálsins og boðorðin 10 fá líf í hjarta þess sem leystur er frá syndum og ef freisting vaknar með að brjóta gegn þeim veldur það vanlíðan í hjarta ,,leysingjans“ enda er Heilagur Andi nú ríkjandi í brjósti mannsins og Heilagur Andi þolir ekki synd. Refsingin við slíku ,,broti“ er að þiggja náð Jesú sem er ný á hverjum degi, iðrast og þiggja fyrirgefningu hans. Samkvæmt nýja sáttmálanum eru ,,grýtingar“ afbrot en ekki refsing samanber þegar Jesús náðaði konuna sem staðin var að hórdómi og sagði, fyrst enginn ákærði þig geri ég það ekki heldur far þú og syndga ekki framar. Áður hafði hann sagt við þá sem tilbúnir voru til að grýta hana ,, Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana“.

Syndin herjar á manninn eins og áður og grýtingarnar birtast með ýmsu móti. Miskunnarlaust einelti getur drepið. Fóstureyðingar eru framkvæmdar samkvæmt ,,nýja lögmálinu“ og svona mætti lengi telja.  Styrkur mannsins liggur í að játa veikleika sinn fyrir Jesú Kristi sem er samkvæmt ritningunni eina leiðin til réttlætis.

,,Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari“(1 Kor.

1:  25

Eftir   Ársæl  Þórðarson.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s