HINAR BANNFÆRÐU BLÖNDUR


Eftir   Ársæl   Þórðarson.

 

,,MENN BÓKARINNAR“ ERU ÓVINIR ,,MENNINGAR MARXISTANNA“

,,Þið skuluð fara að fyrirmælum mínum: Þú skalt ekki láta tvær tegundir fénaðar para sig. Þú skalt ekki sá tvenns konar korni í akur þinn. Þú skalt ekki bera klæði sem ofin eru úr tvenns konar bandi“3 M. 19: 19).

BLANDA   EKKI   SAMAN  TVEIM  TEGUNDUM.

 Af hverju leggur Skaparinn svo mikla áherslu á að blanda ekki saman tveim tegundum. Vísindamenn eru mjög ósammála um þetta atriði hvað varðar blöndun dýra og jurta. Þekkt er dæmi frá Bandaríkjunum þar sem blandað var saman tveimur býflugnategundum en útkoman varð sú að nýja afbrigðið er svo árásargjarnt að flugurnar eru að verða skaðvaldur í náttúrlegu umhverfi.

BLÖNDUN  JURTA  HEFUR  LEITT  AF  SÉR  ILLGRESI.

Á Íslandi er hafin ræktun á blönduðu korni út í náttúrunni og enginn veit hvaða afleiðingar það hefur. Þekkt er þó að blöndun jurta hefur leitt til vandræða erlendis (Frakklandi) og blendingurinn náð útbreiðslu í náttúrunni sem illgresi sem erfitt eða ómögulegt er að hefta útbreiðslu á. Erfiðara er að skilja hvers vegna ekki má blanda saman tveimur ólíkum tegundum af efni í framleiðslu á fatnaði enda er þar um unnið og ,,dautt“ efni að ræða. Ég eins og aðrir hef gengið í fatnaði úr blönduðum efnum í gegnum árin. Það gefur mér ekki rétt til að segja að þessi viðvörun Guðs sé röng og einhver della. Það er svo margt sem maður gerir á líðandi stund sem seinna reynist varhugavert út frá t.d. heilsufarlegum sjónarmiðum.

KENNINGAR  BIBLÍUNNAR  SÍGILDAR.

Biblían varar við kjöti af svínum og hænsnum, komið hefur í ljós á seinni árum að kjöt af þessum dýrum er sérstaklega viðkvæmt fyrir ,,salmonellu“ sýkingum.  Skaparinn þekkir sköpun sína og fræðin geta aldrei hnekkt úrskurði hans varðandi lífríki jarðar. Biblían er trúarrit sem skýrir frá trúarupplifun fjölda manna og Ísraelsþjóðarinnar. Trúarupplifun er hluti af lífsafli, trúnaðarsambands manns við Drottin Jesús og öllum fræðum ofar. Biblían gefur tóninn í  hjálpræðisverki Jesú og sá tónn gerir Biblíuna að stóru tónverki. Í tilefni af máli Snorra í Betel mænir nú fólk til fræðimannanna,   sem í umfjöllun sinni um Biblíuna reyna, margir hverjir,  að gera hana ótrúverðuga af því að hún sé svo gömul. Hvað eru boðorðin 10 gömul? Hvert þeirra er úrelt í dag? Orð Guðs (ekki Allah) er með lifandi anda sem talar til þeirra sem þekkja tón hjálpræðisins, talar rödd Frelsarans.

HÆÐST  GLYMUR  Í   TÓMRI  TUNNU.

Guðfræði er allt annar handleggur en kristin trú. Það er engin trygging fyrir því að Guðfræðingur þekki tón hjálpræðisverksins í Jesú Kristi og ef hann ekki gerir það verða niðurstöðurnar eftir því. Það dettur engum í hug að fá klaufdýr til að spila fyrir sig á hljómborð. Maður án anda Jesú Krists hefur engar forsendur til að rannsaka Biblíuna.  Það eina sem sá fræðimaður fær út úr því er að Biblían sé ómarktæk sögubók. Fræðimaður sem ekki þekkir tón Orðsins er laglaus á merkingu Biblíunnar og á skiljanlega ekki auðvelt með að viðurkenna svona Biblíu tilvitnanir: ,, . . . Þekkingin blæs menn upp, en kærleikurinn byggir upp“(1 Kor. 8: 1).

Advertisements

One thought on “HINAR BANNFÆRÐU BLÖNDUR

  1. Það þarf að taka það fram hér að Jesús hafði meiri áhyggjur af því sem færi út úr munninum í hinu talaða orði heldur en matnum sem inn um hann fór.
    Viljum líka benda á umræðu Páls Postula um mataræðið í Grikklandi og víðar, en þár lagði hann blessun sína yfir neysluvenjur Grikkja sem var meðal annars neysla svínakjöts og fugla.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s