ABU HAMZA OG VOPNABÚR HANS Í FINSBURY PARK MOSKUNNI


 

 Í fjöldamörg ár héldu,  afsakarar  og aðrar þvottakonur  Islams, því fram að starfsemin í Finsbury Park Moskunni í Norður London væri eingöngu bundin við tilbeiðslu  og  því algjörlega skaðlaus.

 

Í dag,  (Febr. 2007)  þegar fyrrverandi klerkur (Imam) hefur setu sína til fullnustu 7 ára fangelsisdóms, er vitað að Moskan var hreiður og stjórnstöð  Al-Qaeda í Bretlandi og griðarstaður Íslamskra  hryðjuverkamanna.

 

Aðgerðarsinnar Múslíma urðu hinir verstu þegar lögreglan réðist til inngöngu í Moskuna snemma dags þann 20. Janúar 2003 og sökuðu lögregluna um ögrandi aðgerðir.

 

En það sem við segjum frá hér segir aðra sögu. Meðal þess sem fannst voru þrjár skammbyssur, úðarar, stuðbyssur og sjö hnífar þar á meðal stór veiði hnífur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað skyldu  skammbyssur og annar vopnabúnaður hafa að gera í Mosku?  Abu Hamza virðist hafa trúað því að þeir féllu inn í  hinar Íslömsku trúariðkanir hans.

 

Að auki fann lögreglan þrjá felubúninga, sem notaðir eru til varnar gegn kjarnorkuvá, líftækni- og efnahernaði – ásamt gas grímum, kall tækjum, þrjú sett af handjárnum og heröndunarfél.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gasgríma fannst í Finsbury Park Moskunni, áttu þeir von á árás á Moskuna?

 

Útilegubúnaður fannst einnig- sem öryggisþjónustan áleit að hefði verið notuð við ævingar í Bretlandi á afviknum stöðum í Wales og Norður Englandi.

 

Hin sannfærandi  sönnunargögn málsins sem lögreglan fann í  aðgerðinni  ,,Operation Mermant”  er aðeins hægt að gera opinberar í dag, vegna þess að nú líkur málaferlunum gegn Abu Hamza með dómi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölbreytt safn hermannahnífa fannst í Mosku Hamza, átti hann von á að þurfa að nota  þá?

 

 

Einnig fannst fjársjóður af skjölum, sem hægt var að nota til fölsunar persónuskírteina.

 

Þar voru hundruð vegabréfa, kredit korta, ökuskírteina  og ávísanahefta, en mörg þeirra voru algjörlega óútfyllt, fölsuð eða stolin. Aðspurður um málið, þá sagði lögreglumaður:  ,,Ég man eftir því að einn starfsfélagi minn lyfti loftflögu upp og öll þessi vegabréf duttu niður.“

 

Þrátt fyrir að grunur hefði alltaf leikið á um að eitthvað talsvert misjafnt væri í gangi í Moskunni, þá ákvað lögreglan ekki að ráðast til atlögu fyrr en  eiturverksmiðja  (ricin) fannst í nágrenni hennar  í Wood Green, í Norður London.

 

Umslag með heimilisfangi Moskunnar fannst. Í henni voru handskrifaðar formúlur fyrir blásýrueitri og  ricineitri,  sem höfðu verið fjölfaldaðar á fjölföldunarvél  Moskunnar.

 

Menn í Öryggisgæslunni sögðu í gærkvöldi að Hamza væri næst á lista yfir klerka sem eftirmaður Abu Qatada – sem nefndur hafði verið sem sendiherra Osama Bin Ladens í Evrópu.

 

Hamza hafði lofað að leysa verkið ódýrar af hendi  og tók við klerksembættinu 1997.

 

Innan tveggja ára fór  Öryggisþjónustan að veita  ræðum Hamza eftirtekt.  Eftir því sem Al Quaeda styrktist  þá  jókst hinn glannalegi og galgopalegi boðskapur Hamza.

 

Mikið af hinu handlagða efni sem fannst í Moskunni fannst nálægt skrifstofu Hamza, en réttarrannsóknir  fundu aldrei fingraför hans á neinu.

Talið er að í allt hafi um 2.000 íslamskir róttæklingar farið  í gegn um dyr Moskunnar – en margir þeirra héldu  áfram  til fullrar þjálfunar í  herævingarbúðum Al-Quaeda í Afghanistan og Pakistan.

 

Margir af þessum  áhrifagjörnu ungu mönnum voru vafalaust undir áhrifum hinna sefjandi ræða Hamza  sem skiptu hundruðum, fullar af hatri, mikilmennskubrjálæði, kynþáttahatri og annarri illsku úr íslömskum ritningum,  ásamt áskorunum til þeirra um að ganga milli bols og höfuðs á Gyðingum og Kristnu fólki.

 

Segja má að sérhver  erlendur íslamskur róttæklingur, sem lagði leið sína til London hafi átt leið um þessa Mosku.

 

Einn yfirmaður lögreglunnar sagði: ,,Hann er hluti af ,,Jihad-Heilögu Stríði“ sem teygir sig um allan hnöttinn, vegna þess að staða hans í Finsbury Park Moskunni  veitti honum tækifæri til tengsla og áhrifa um allan heim,  hann var vafalaust áhrifamaður.

 

Ég held að það geti ekki verið tilviljun að svona margar lögreglurannsóknir í hryðjuverkamálum leiddu til þessarar Mosku.

 

Hellingur af fólki kom hingað til landsins og leið þeirra flestra lá til þessarar Mosku, sennilega til að fá leiðbeiningar og sambönd.

 

Hvernig sem það annars var, þá voru aðrir aðilar sem vildu ólmir losna við hann frá Moskunni. Stjórn Moskunnar börðust í fimm ár fyrir því að honum yrði sagt upp.

 

Eftir eftirgrennslan og rannsókn   ,,Góðgerðarnefndarinnar“ þá var hann rekin frá Moskunni árið 2002 eftir að nefndin komst að þeirri niðurstöðu a  Hamza misnotaði Moskuna í  ,,persónulegum  og pólitískum“ tilgangi   fremur en til góðgerðarstarfsemi.

 

Í janúar 2003, fordæmdi Hamza að sjálfsögðu aðför lögreglunnar að Moskunni-  og ásakaði lögregluna um að nota  ,,Rambo   stíl“  með því að nota þyrlu og múrbrjót  við inngöngu í húsnæðið.

 

En vikulegar  glannaræður hans héldu áfram út á gangstéttinni  fyrir framan Moskuna í að minnsta kosti 16 mánuði, sem kostaði almenning  tugþúsundir sterlingspunda í úthaldskostnaði lögreglunnar  og ræðunum lauk ekki fyrr en honum var stungið inn í maí 2004.

 

Moskan, sem opinberlega heitir Aðal Moskan í Norður-London opnaði aftur í Febrúar 2005.

 

Hin nýja stjórn hefur lofað því að hún muni aldrei  aftur leyfa  hryðjuverkastarfsemi eða undirbúning  og hvatningar til morða og ofbeldis.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s