GLOPPAN Í SÖGUNNI


eftir  Ársæl  þórðarson,

STAKK JESÚS SAGNFRÆÐINGANA AF VEGNA HAGKVÆMIS ÁSTÆÐNA.

Mikið hefur verið talað um týndu árin í sögu Jesú og ýmsar getgátur gerðar þar um, einskonar ,,þróunarkenningu“ varðandi þessi ímynduðu týndu ár. Dauðahafshandritin áttu þar að vera einn hlekkurinn. Margir sætta sig ekki við að Jesús hafi fengi uppfræðslu sína frá Heilögum Anda og reynt hefur verið að gera Jesús að jóga, fyrir nú utan þann hrylling að orða hann við að vera spámaður Allah sem opinberaði þó ekki tilvist sína fyrr en rúmum 600 árum e.k. Essenar eru oft nefndir til sögunar í þessu sambandi en þeir voru gyðinglegur ,,sértrúarsöfnuður“ sem sögur fara af um 200 árum f.k. og til um 200 árum e.k. Nýja-testamenntið greinir hvergi frá ,,týndum“ árum í lífi Jesú nema síður sé og Essena er hvergi getið í NT.

HINN  NÝI   BOÐSKAPUR   JESÚS.

,,Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá okkur?“ Og þeir hneyksluðust á honum.“(Mk. 6:3). Þegar Jesús steig fram á sjónarsviðið kom hann fram með nýja kenningu sem fræðimenn gyðinga gátu ekki sætt sig við og vildu meina að gengi í berhögg við lögmálið (Tóra).

HIN   ÓTRÚLEGA  TILKOMA  JESÚS.

,, . . . og menn sögðu: „Er þetta ekki hann Jesús, sonur Jósefs? Við þekkjum bæði föður hans og móður. Hvernig getur hann sagt að hann sé stiginn niður af himni?“ (Jh.  :42). Jesús fylgdi kenningu sinni eftir með kraftaverkum sem uppfylltu kærleiksboðskap hans. Það ógnaði ,,tignunum og völdunum“ í samfélagi gyðingdómsins. Ekki hef ég frásagnir um að Essenar hafi gert kraftaverk eða slegið af refsingum lögmálsins og þaðan af síður predikað fyrirgefningu synda. Essenar voru það best er viðað fræðimenn,  sem lifðu friðsömu lífi og drógu sig út úr hefðbundnu lífi hins almenna borgara. Jesús valdi karlkyns alþýðumenn (sjómenn) að postulum en konur og karlar voru í hópi lærisveina hans. Júdas sem sveik hann er sagður vera undantekning en mér vitanlega ekki orðaður við Essena heldur frekar húmanista. Þegar Jesús var 12 ára í musterinu undruðust kennimennirnir hvað hann vissi mikið í fræðum gyðinganna og þá var hann til þess að gera nýlega fluttur frá Egyptalandi með foreldrum sínum varla hefur Faraó uppfrætt hann.

HANN   STÉ   NIÐUR  Í   HOLDIР ALSKAPAÐUR Í  ANDA.

Heilagur Andi sá um að uppfræða Jesú, strax þegar hann var barn að aldri, hvað þá heldur þegar hann var orðinn uppkominn maður. Allar vangaveltur um ,,týnd ár“ í lífi hans eru runnar frá þeim öflum sem vilja rýra guðsímynd Frelsarans. Það er hinsvegar mjög líklegt að Jesús hafi látið lítið fyrir sér fara í sínu umhverfi allt þar til hann sté fram tilbúinn að fylgja ráðsáætlun Guðs alföðurs eftir og hafi vísvitandi falið þá slóð ævi sinnar til þess að ungdómsárin drægju ekki athygli frá þeim árum sem hann steig fram til heilagrar þjónustu sinnar til að uppfylla spádómana um komu Messíasar.,,Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla, hann skal nefndur: Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi“ (Jes. 9: 5).

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s