HIN ÖRUGGA LEIÐSÖGN.


Kirkjan   á  Breiðabólsstað  í  Fljótshlíð. 

 

ÁBYRG FORYSTA.

Eftir að Ísraelsmenn höfðu reikað um á eyðimörkinni í 40 ár var komið að því að Drottinn leiddi þá inn í fyrirheitna landið. Móse var þá látinn og Jósúa tekinn við leiðtoga starfinu. Jósúa var eins og Móses sérstaklega smurður (frá tekinn af Guði) til leiðtoga hlutverksins. Það vafðist því ekkert fyrir honum að hafa Drottinn í efsta sæti og leita vilja hans í öllum ákvörðunum varðandi þjóðina. Skipuritið var einfalt.  Framkvæmdastjórinn, verkstjórinn, starfsmennirnir.  Drottinn – Jósúa – Þjóðin. Þannig gekk þetta furðu vel á meðan allir voru í anda Guðs.

LÖGBÓKIN  MIKLA.

,, Þessi lögbók skal ekki víkja úr munni þínum. Þú skalt hugleiða efni hennar dag og nótt svo að þú getir gætt þess að fylgja nákvæmlega því sem þar er skráð, til þess að ná settu marki og þér farnist vel. Hef ég ekki boðið þér að vera djarfur og hughraustur? Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast því að Drottinn, Guð þinn, er með þér hvert sem þú ferð.“

FORYSTA  MÓSES.

,, Þeir svöruðu Jósúa og sögðu: „Við munum framfylgja öllu sem þú hefur lagt fyrir okkur og hvert sem þú sendir okkur munum við fara. Eins og við hlýddum Móse í einu og öllu munum við hlýða þér. Veri Drottinn, Guð þinn, með þér eins og hann var með Móse. Hver sem rís gegn þínum boðum og hlýðir ekki orðum þínum í einu og öllu skal deyja. Vertu aðeins hraustur og djarfur.“

Þessar Biblíutilvitnanir eru úr 1. kafla Jósúabókar og sýna að allir voru tilbúnir til að ganga út á fyrirheitin varðandi landið sem Drottinn gaf Ísrael. Á meðan Jósúa naut við gekk allt samkvæmt bókinni og Drottinn sá um að leysa vandamálin.  Þegar söguþjóð Biblíunnar var stjórnað af leiðtogum sem settu Drottinn í fyrsta sætið þá gekk allt vel en því miður báru Ísraelsmenn ekki gæfu til þess og hröktust því úr landinu sem Drottinn gaf þeim, um aldir, en eru nú þangað komnir aftur vegna fyrirheita Hans.

SIÐBÓT    JESÚS.

Það var því tákn tímanna að Ísraels þjóðin skildi vera í ánauð þegar Jesús Kristur kom í heiminn þegar spádómar fyrirheitanna um komu hans rættust. Jesús var komin til að leysa menn úr enn alvarlegri ánauð, hlekkjum syndarinnar, sem hélt/heldur mannkyni í heljar greipum. Nú hófst nýr kafli í stjórnarfarslegum áherslum þar sem ,,verkstjórinn“ (Jesús) leitar eins og áður vilja Guðs alföðurS (Heilags Anda) varðandi alla hluti, en jafnframt reiðubúinn að láta lífið fyrir hjörðina (góði hirðirinn).  Þetta ætti að vera stefna hins sanna leiðtoga, stjórnmálamannsins, embættismannsins og allra þeirra sem taka við ábyrgðarstöðum þar sem hagur þjóðarinnar á að ganga fyrir. ,,Eftir höfðinu dansa limirnir“ , ef að leiðtogarnir setja sjálfasig í sæti Guðs, þegnana í sæti ,,verkstjórans“ og Guð (vilja hans) í þriðja sætið er ekki von á góðum árangri og miklu réttlæti í stjórnsýslu landsins því þarna eru dulbúnir hryðjuverkamenn í pólitík á ferðinni. Til þess að ná árangri í stjórnmálum þarf trú á Frelsarann, Drottinn Jesús, það þarf aga og bróðurkærleika. Þessi gildi standa manninum nær en oft virðist, það er Jósúa í hverjum manni ef vel er leitað. En það er eins og með matjurtagarðinn ef ekkert er um hann hirt fyllist hann af arfa og öðru illgresi sem útiloka sólarljósið frá góðu plöntunum og blessun sólarinnar er þá útilokuð frá ,,stjórnsýslunni“ eins og þegar stjórnmálin hætta að leita atkvæða Guðs en setja hann í þriðja sætið. Forgangsröð góðs stjórnmálamanns ætti að vera. Fyrst bænarákall til Drottins Jesú – svo þarfir þegnanna – og síðast ,,ég ét leifarnar“.

Eftir    Ársæl  Þórðarson

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s