HUGSANALÖGGAN OG DÓMARABÓKIN.


 

,,Hugsanalögga” þetta er í sjálfu sé merkilegt orð þó hugtakið sjálft sé ómerkilegt að því leiti að það stendur fyrir neikvæð viðhorf og kærleiksleysi til náungans. Þetta hámenntaða orð er í frændsemi við orði eins og ,,heilaþvottur” ,,skoðanakúgun” ,,einelti” ,,yfirgangur”. Athyglisvert er að þessi hugtök sem standa fyrir einræðisvitundina eiga sér öll sameiginlegan yfirmann sem ber tiltölulega saglaust og algengt nafn sem allir þekkja en tilheyrir hinu fallna eðli mannsins, guðinn ber nafnið ,,FREKJA”. Krakkar grenja af ,,frekju”. Ófyrirleitnir athafnamenn eru kallaðir ,,frekjuhundar”. ,,Kerlingarfrekjur“ og svo mætti lengi telja. Það er svo aftur verra þegar pólitískar heimsyfirráðastefnur fara að tilbiðja ,,FREKJU“ og traðka á trú og lýðræðislegum stjórnarháttum. Þar má nefna kommúnista, það er alltaf þægilegt að grípa til þeirra, svo og nasista og svo náttúrlega heimsyfirráðastefnuna sem felur sig undir íslömsku búrkunni.

 FESTÍNA  LENTE

,,Sannleikur er ekki í munni þeirra, hugur þeirra er spilltur, kok þeirra opin gröf, með tungunni hræsna þeir“(Sálm. 5:10).

Mannshugurinn er reyndar vígvöllur átaka góðs og ills og oft kemur fyrir að menn lenda í vandræðum vegna skyndi ákvarðanna. Illir andar komast að hugarheimi fólks rétt eins og  góðir andar. Gott dæmi um það er að finna í Biblíunni þegar Jefta,  einn af dómurum Ísraels fór í hernað og hét því að ef hann inni sigur mundi hann fórna fyrsta manninum sem kæmi á móti honum þegar hann kæmi heim ef hann inni sigur. Mannfórn var náttúrlega Jahve (Drottni Jesú) ekki þóknanleg enda refsaði Guð Jefta með því að lát einkadóttir hans koma fyrsta út um borgarhliðin til að fagna föður sínum. Jefta stóð við heit sitt. Í þessari sögu í Dómarabók Biblíunnar sést hvernig fljótfærnin getur snúið miklum sigri í sorg og ósigur.

,,Hugsanalögga“ er falleinkunn þeirra stjórnvalda sem telja sig þurfa að vernda völd sín með slíku eftirliti.  Frekjan er þar færð í búrku sem í raun er herklæði þess hernaðar sem fórnar sínum eigin börnum vegna skammsýni og ótta við eigin hugmyndafræði.

Eftir  Ársæl  Þórðarson.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s