TVÍTARI Í TUKTHÚSIÐ FYRIR GUÐLASTS.


Afnema  ber  öll   Guðlastlög  hverju   nafni  sem  þau  nefnast,  því þó  þau  kunni  að   hafa  verið  sett  af  kristnu fólki,  er  aðeins  tímaspursmál   hvenær  þau  verða   notuð  gegn  því  sama fólki.

AÐ BRASKA MEÐ GUÐS ORÐ AFVEGALEIÐIR.
Ýmis teikn eru á lofti með að styttist í þá tíma að Jesús komi aftur í skýjum himinsins og taki ríki sitt á jörð. Andinn í heiminum er að kólna og afkristnunin í hinum gamalkristna heimi vesturlanda er augljós. Það er mat margra að staða Íslendingar, gagnvart kristinni trú sé nú verri en í Kína og að hlutfall þeirra Kínverja sem játa og raunverulega trúa að Jesús frelsi þá frá syndum sem á hann trúa sé fjórum sinnum hærra í Kína en á Íslandi og sumir telja muninn enn meiri. Kommúnistar þrengja þó mjög að kristnu fólki í Kína á ekki ósvipaðan hátt og gerðist í ,,gamla Sovét“ Þar sem ríkið vill drottna yfir kristninni með harðræði, Biblían ritskoðuð og heimakirkjur bannaðar eins verst gerist hjá fasistum íslams.

HIN   MIKLA   ENDURVAKNING.

Í Rússlandi er gríðarlega mikil kristin vakning í gangi og talið að lifandi trúaðir kristnir þar í landi séu, nú þegar, hlutfallslega mun fleiri en á Íslandi. Vakning er líka í arabaríkjunum en staða kristins fólks þar er slæm, líkt og í Kína þar sem íslam gengur gegn kristinni trú eins og kommúnistinn. Það er ekki nóg að vera kristinn að nafninu til, Drottinn Jesús er persónulegur guð og þeir ,,kristnir“ sem ekki eiga við hann reglulegt samfélag í bæn, lestri Biblíunnar og taka skíra afstöðu í trú með þeim orðum frelsarans að engin komist til Föðurins (himna) nema fyrir hann ,,(Krossinn“ og ,,Hjálpræðið í Jesú)“. Þegar farið er að breyta út af boðskap Biblíunnar er voðinn vís og ,,áttavitinn“ bilaður. Þegar svo er komið fyrir þeim sem eiga að leiða kristni í landinu er ekki von á góðu.

KASTLJÓSÞÁTTURINN

Biskupsefnin voru í kastljósi ruv, 2. Apríl 2012, og eftir þann þátt flokka ég þau sem nafnkristin, þar til annað kemur í ljós. Ekki gat ég séð að Biblían væri þar við hendina og reyndar tók ég ekki eftir að á hana væri minnst og því síður í hana vitnað. Boðskapur biblíunnar er þó sá boðskapur sem frambjóðendurnir eru vígðir til að boða. Bæði voru þau samþykk giftingu samkynhneigðra og annar kandídatinn gaf það í skyn að hann vildi jafnvel þvinga presta sem ekki hefðu trú fyrir slíku til að framkvæma þá athöfn og breyta þannig þjóðkirkjunni í ríkiskirkju. Þáttastjórnandinn hefði átt að fletta upp í Biblíunni og spyrja hvort þessi stefna samræmdist Guðs orði og lesa úr orðinu.

ÞEIR   VÖLDU  LYGINA.

,,Þeir völdu lygina í staðinn fyrir sannleika Guðs, hafa göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Því hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn hafa framið skömm með karlmönnum og tóku svo út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar. Fyrst menn hirtu ekkert um að þekkja Guð sleppti hann þeim á vald ósæmilegs hugarfars“(1Róm. 1: 25 – 28). Nafnkristið fólk stendur jafnvel nær vantrúuðum og játendum andkristinna trúarbragða hvað skoðanir varðar en sannkristnu fólki, ef svo djarft má til orða taka, af því að þeir neita bókstaf hins lifandi orðs Biblíunnar.

HVERNIG  VIRKAR  AFKRISTNUNIN?

En hvað um afkristnunina hvernig virkar hún: ,, En það skaltu vita að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálgir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, sviksamir, framhleypnir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar. Forðastu þá“(2 Tím. 3: 1- 5). Biblían er rödd Guðs. Hann hefur ekkert gaman af því að skamma börnin sín en hann verðu að áminna þau þegar þau eru óþekk og til þess notar hann orð Biblíunnar:

LEIÐSÖGN  DROTTINS.

 ,,Sonur minn, hafnaðu ekki leiðsögn Drottins og láttu þér ekki gremjast umvöndun hans. Drottinn agar þann sem hann elskar og lætur þann son finna til sem hann hefur mætur á“(Orskv. 3: 11 – 12). Drottinn Jesús agar ekki börnin sín með gotti og vídeóspólum, hann ,,kaupir“ ekki krakkana sína hann agar þau til hlýðni. Eru Íslendingar á leiðinni með að fá ,,óþægan“ biskup sem ekki óttast boðskap Biblíunnar, til að þóknast tíðarandanum. Jesús kom með boðskap Biblíunnar til jarðarinnar til þess að orð ritningarinnar rættust. Hvernig er hægt að trúa á hann en hafna kenningunni sem hann trúði á? Það er kannske það sem fjölmenningar viðhorfið vill en áreiðanlega ekki það sem þjóðkirkjan og þjóðin þarfnast nú. Páll postuli var fæddur með þeim erfðarétt að vera Rómverskur ríkisborgari.

ARFLEIFР OKKAR  Í  ÞJÓÐKIRKJUNNI.

Ég er fæddur með þeim erfðarétt að vera þjóðkirkjumaður og ég er skilgreindur af þjóðkirkju feðrunum sem ,,leikmaður“ sem væntanlega merkið að mér beri að taka við öllu sem að mér er rétt með þögn og þolinmæði. Það á ég Marteini Lúter að þakka, ásamt mörgum öðrum góðum mönnum að ég á Biblíu á mínu móðurmáli, sem ég les reglulega. Biblían hefur verið minn lífsförunautur alla mína ævi og prestur minn og biskup hálfa ævina. Þau ár hef ég verið bókstafstrúarmaður en áður var ég nafnkristinn. Drottin Jesús Kristur frelsari minn er líka bókstafstrúar og bókstafstrúin veitti mér frelsi frá fjötrum nafnkristninnar. Líf í Jesú. Páskarnir sem nú fara í hönd eru ekki bara einhverjir frídagar á dagatalinu ætlaðir til að fara á skíði ef veður leyfir. Hjá kristnum mönnum eru páskarnir minningarhátíð um þann atburð þegar Guð (ekki Allah) gaf, son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Sá atburður rættist bókstaflega samkvæmt spádómum Biblíunnar. Besti atburður sögunnar fram til þessa. Ertu með

Eftir   Ársæl  Þórðarson á  Föstudaginn   langa   6.  Apríl    2012..

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s