PÍNING JESÚS, KROSSINN OG UPPRISAN. PÁSKAR.


 

Skírdagur.

Mesta hátíð kristninnar, páskarnir hefjast á skírdag. Jesús hélt heilaga kvöldmáltíð með lærisveinum sínum og mótaði annað af tveimur sakramentum í kirkjum mótmælenda.  Hann þvoði fætur lærisveina sinna sem er táknræn athöfn gefin til leiðsagnar.

,, Og hann tók brauð, gerði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: „Þetta er líkami minn sem fyrir yður er gefinn. Gerið þetta í mína minningu“. Eins tók hann kaleikinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: „Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir yður er úthellt“( Lk 22: 19 – 20). Hér var nýi sáttmálinn stofnaður af Jesú sjálfum og lærisveinar hans voru vitundarvottarnir. Sáttmáli er meira en samningur. Sáttmálinn er gefinn af almættinu og menn gangast undir hans tilskipan líkt og starfsmaður sem byrjar í nýrri vinnu undirgengst starfsreglur vinnustaðarins sem eigandi fyrirtækisins hefur samið og hengt upp á vegg. Boðorðin 10 eru sáttmáli sem túlkar viðhorf Guðs Biblíunnar til mannlegrar breytni. Sígild stjórnarskrá Guðs gagnvart mannkyni. Þeir sem í anda sínum undirgangast nýja sáttmálan  öðlast dýpri tilfinningu fyrir boðorðunum, sannleiksvitund þeirra verður ljóslifandi fylgjendum Drottins Jesú Krists. ,,Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla“(Mt 5: 17).

Fótaþvotturinn. (Leiðtogafræðslan).

 

,,Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum, sem hann hafði um sig“(Jh 13: 5).

,,Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur“(Jh 13: 14).

 

 

 

Föstudagur.

 

Þegar píslarsaga Jesú Krists er skoðuð stendur er óhjákvæmilegt annað en að skoða þá niðurlægingu sem syndugt mannkyn var/er í. Heimurinn krossfesti höfund lífsins en kærleikur Guðs var svo mikill að hann leiddi ,,hryðjuverkið“ til góðs fyrir mannkynið. Fjölmörg vers í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar lýsa þessu vel eitt þeirra nr. 4. í sálmi 20.

 

Fyrir mig , Jesú, þoldir þú

þjáning og beiska pínu.

Hjartað gleðst, því ég heyri nú

hrósað sakleysi þínu.

Syndin lá sárt á mér.

Sök fannst engin hjá þér.

Svo er sakleysi þitt

sannlega orðið mitt.

Við málefni tókstu mínu.

Persónulegri nálgun Guðs við mann en ,,Krossinn“ er ekki til. Hver og einn einasti jarðarbúi á rétt á að heyra um hjálpræðisverkið sem Jesús vann á Golgata með dauða sínum og velja, vil ég þiggja lífgjöf Guðs í Jesú Kristi. Já eða Nei er svarið og ekkert grátt svæði. Ég er vegurinn sannleikurinn og lífið enginn kemst til föðurins nema fyrir mig, segir Jesús.

 

Altarið.

Altarið í musterinu varð ,,autt“,  svipt tilgangi sínum. Jesús barðist við Djöfulinn sem maður, þennan dag, vann sigur og reis upp sem Guð. Fortjaldið fyrir brennifórnar (syndafórna) altarinu rifnaði í tvennt ofanfrá og niður úr, þegar Jesús gaf upp andann. Guð gaf þetta mikla tákn til merkis um að nýi sáttmálinn hafði nú tekið gildi.

 

Laugardagur.

Jesús sté niður til heljar og tók lyklana af Djöflinum.

 

Páskadagur.

Jesús upprisinn. Á altarinu er nú ekki lengur aska brenndra dýra, heldur hin heilögu tákn nýja sáttmálans. Brauðið og vínið. ,,Líkami Krists lífsins brauð“ ,,Blóð Krists bikar lífsins“ Biblían (Guðs orð) er líka á altarinu.

Konungur lífsins, sem sigrar illt með góðu. Drottinn Jesús Kristur, Á nú allt vald á himni og Jörð. Hallgrímur Pétursson lýsir sigrinum svo: Sálmur 25, vers 14.

 

Son Guðs ertu með sanni,

sonur Guðs, Jesú minn.

Son Guðs, syndugum manni

sonararf skenktir þinn,

Son Guðs, einn eingetinn.

Syni Guðs syngi glaður

sérhver lifandi maður

heiður í hvert eitt sinn.

 

Létt upprifjun fyrir þá sem ef til vill eru lítið að spá í páskana sem kristna hátíð.

Gleðilega hátíð.

Advertisements

2 thoughts on “PÍNING JESÚS, KROSSINN OG UPPRISAN. PÁSKAR.

  1. Passíusálmar, Hallgríms Péturssonar eru líkt og Jobsbók, Biblíunnar. Listaverk hafin yfir alla gagnrýni. Gyðingar áttu sinn þátt í því að hryðjuverkið varð að hjálpræði og sitja uppi með það.

    Ársæll Þórðarson

  2. Að kvöldi föstudagsins langa var ruv, með fréttir af því að Passíusálmarnir voru víða lesnir í tilefni páskanna. En ruv, hafði greinilega meira gaman af að segja frá því að nokkrir félagar úr ,,Vantrú” söfnuðust saman á Austurvelli til að mótmæla, að hætti vinstri öfgamanna, páskahátíðinni sem slíkri. Væntanlega fara vinstri öfgamennirnir að halda borgaralega páska til samræmis við borgaralegu fermingarnar. Þessi menntaði ,,siðabótar” lýður veit náttúrlega að ferming er sér kristið orð yfir þá athöfn að staðfesta barnaskírnina. En svona er skrattinn hann þarf alltaf að reyna að líkja eftir því sem Guð gerir. ,,Leikararnir á Austurvelli voru reynda að spila þarna eitthvað barnaspil. Kannski var það þess vegna sem lögreglan lét þessi ólöglegu mótmæli afskiptalaus.

    Eftir Ársæl Þórðarson

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s