TRÚVILLUR HERJA Á KRISTNI.


 

Saurbæjarkirkja  á    Hvalfjarðarströnd   Norður  –  Þar   þjónaði   hið   nafntogaða   skáld   Passíusálmanna  um  miðja   17.   Öld.   Skyldi    hann  hafa   verið   hrifinn  af  Allah   eftir  að   hafa  þurft  að   endurmennta,  eiginkonu  sína   Guðrúnu  Símonardóttir  í  kristnum  fræðum?

Ýmis orð hafa verið notuð til að flokka kristna menn eftir því hvað menn taka trúna alvarlega.

HINIR  NAFNKRISTNU.

Nafnkristnir, eru þeir nefndir sem eru illa grundvallaðir í Biblíunni (Orðinu) og reikulir í trúnni. Eins þeir sem taka ekki við grundvallar boðskap Biblíunnar í trú en telja sig þó Kristna.

SANNKRISTNIR  MENN.

Sannkristnir menn eru oft kallaðir: Frelsaðir, Lifandi trúaðir, heittrúaðir, bókstafstrúar. Þessi hugtök eru jafngild yfir þá sem leita eftir því að grundvallast í Orðinu. Þ.e.a.s. Lesa Biblíuna reglulega og taka boðskap Orðsins alvarlega.

 KRISTINN LÍFSSTÍLL.

Biblían flokkar ekki kristna menn eftir trú, því annaðhvort eru menn kristnir eða ekki. Til þess að vera kristinn þurfa menn að þiggja Hjálpræðisverkið í Jesú Kristi, ,,Krossinum“. Iðrast synda sinna og trúa því að Jesús hafi látið lífið til að frelsa iðrandi mann frá syndsömu líferni. Sem merkir að menn réttlætast ekki fyrir verk sem þeir vinna (vinna sér ekki inn hjálpræðið), heldur frelsast fyrir náð Guðs. Trú rækt breytir trúnni í lífsstíl sem verður hluti af lífs vitund hins kristna manns.

BIBLÍAN  ER  ÁTTAVITINN.

Menn lifa í persónulegu samfélagi við Heilagan Anda í bæn til Jesú Krists. Í Guðs orði (lestri Biblíunnar) og eftir því sem hægt er í trúarsamfélagi við aðra menn. ,,Hvar sem 2 eða 3 eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra, segir Jesús“. Það brýtur höft í andaheiminum þegar fleiri enn einn koma saman í bæn, þó algengasta og nauðsynlegasta bænaformið sé að vera einn á bæn með Jesú Kristi. Bókstafstrú, er að trúa (taka við í trú) því sem boðskapur Biblíunnar stendur fyrir og trúa því að Guð noti gamlar götur trúarinnar,  sem vegvísa á lífs göngu fylgjenda Krists. ,,Biblían er áttaviti“ í bókstaflegri merkingu orðsins.

HINN  GAMLI   OG  NÝI   SÁTTMÁLI.

Á kirkju Krists hafa herjað margar villur í gegnum tíðina í formi villukenninga. Sumar þeirra hafa villt um fyrir mörgum og þar á meðal kirkjunnar þjónum. Þekktust þeirra er sjálfsagt, Þróunarkenningin en þær eru margar fleiri. Nefna má þar til sögunnar gamla villukenningu, ,,staðgengils guðfræði“ Inntak hennar er að gyðingarnir hafi tekið Jesús af lífi og þar með fyrirgert rétti sínum til Frelsarans og að í myndmálslíkingunni gangi kristnir menn inn í fyrirheit gyðinganna og taki þannig við af þeim sem ,,útvalin þjóð“. Til þess að trúa þessu þarf að hafna tugum ritningarstaða, einkum í spádómsbókum Biblíunnar, þar sem tekið er fram m.a. ,,að Guð leiði sína þjóð aftur inn í Ísraelsland, sem nú hefur ræst.“ Auk þess eiga spádómar í Biblíunni varðandi Gyðinga enn eftir að ganga í uppfyllingu,   sem er vísbending um það að Gyðingarnir halda öllum sínum fyrirheitum í fullu gildi samkvæmt ,,gamla sáttmálanum“ þótt þeir þurfi að frelsast til Jesú Krists, eins og allir aðrir samkvæmt ,,nýja sáttmálanum“.

HITLER  HAFÐI   TILLIÁSTÆÐU  FYRIR   HELFÖRINNI.

Hitler notaði m.a. þessa kenningu, sér til afsökunar, í helförinni gegn gyðingum. ,,Ný guðfræði“ herjaði á kirkjuna, ef til vill aðallega framan af 20. öldinni, Þar höfnuðu margir háttsettir kennimenn kirkjunnar m.a. kraftaverkum Jesú Krists og upprisu hans og þá sjá nú allir að fagnaðarerindið er farið að þynnast. Varla geta þeir sem aðhyllast svona villu kallast annað en ,,nafnkristnir“ ef vísað er til boðskaps guðspjallanna. ,,Spíritisti“(andatrú) sú ævaforna trúariðkun fékk á sig nýja mynd í lok 18. Aldar og var áberandi villa meðal lærðra og leikra innan kirkjunnar og á árunum um miðja 20. öldina  var ,,helmingurinn“ af því lesefni sem gefið var út fyrir jól, hér á landi,  andatrúarbækur. Biblían harðbannar allt slíkt kukl og í Biblíunni er samheitið yfir þá villu þýtt sem ,,spásagnarmenn“ til aðgreiningar frá spámönnum (Guðs mönnum).

FJÖLHYGGJUGUÐFRÆÐIN.

Nú herjar ný villa á kirkjuna ,,Fjölhyggju guðfræðin“  ,,  . . . Þú skalt ekki aðra guði hafa“, fyrsta boðorðinu er þá ýtt til hliðar og reynt að setja guði allra trúarbragða í ,,mixarann“ og gera einn guð úr blöndunni. Þetta er mun alvarlegri trúarvilla en allar áður nefndar villur til samans. Heilög þrenning kristninnar sem Drottinn Jesús Kristur gaf og grundvallaði á ,,Krossinum“  er öllum öðrum guðum æðri og Allah (gamall   mánaguð  og  stærsti  steinninn  í  hofinu í  Mekka  á  dögum Múhameðs,   innsk  ritstj.,)   með sín heiðursmorð,   sadisma  og kvennakúgun er eins andstæður boðskap Jesú Krists og eldur er vatni. Svona óraunsæ verður útkoman þegar vikið er frá ,,áttavitanum“, boðskap Biblíunnar. Þessi ,,nýsköpunar“ viðleitni er félagslegt krabbamein sem einræðis öfl reyna að knýja fram undir vernd trúfrelsislaga.  Dapurt er að sumir prestar og guðfræðingar skuli taka þátt í því að segja að Guð Biblíunnar og Allah Kóransins sé einn og sami guðinn og sýnir vel hvað trúarlega sýkingin er útbreidd. Gamall húsgangur sem ég var ekki hrifin af sem strákur í gamla daga vegna þess að ég var katta vinur lýsir þessu trúar kukli að vissu marki. Vísan er gaman og alvara, vísar til þess að Skrattinn getur ekkert skapað en er alltaf að reyna að líkja eftir því sem Guð gerir.

 

Skrattinn reyndi að Skapa mann,

skinnlaus köttur varð úr því.

Skaparinn miskunn sína kann

Skinnið færði dýrið í.

 

Hugmyndafræðin  sem lá að baki byggingu Babelsturnsins (1M 11), var að gera Skaparann óþarfan. Sú hugmynd er lifandi endurborin í útvötnunarstefnu róttækra fjölmenningar viðhorfa. ,, . . . Faðir vor, þú sem ert á himni. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni“(Mt 6: 9 – 10).

Eftir  Ársæl  Þórðarson,

20.4.2012

 

Advertisements

One thought on “TRÚVILLUR HERJA Á KRISTNI.

  1. Frá Ársæli Þórðarsyni:
    Er það tilviljun að bænin sem Jesús kenndi lærisveinum sínum er í raun játning á fyrsta boðorðinu ,, . . . Faðir vor, þú sem ert á himni. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni“(Mt 6: 9 – 10).

    Guð talaði öll þessi orð og sagði: ,,Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. ,,(Í kristnu líkingunni – leysti af þér fjötra syndarinnar – )” Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig”( 2 M, 20: 1 – 3).

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s