TRÚ LYKILINN AРÞJÓÐINNI.


 

Krýsuvíkurkirkja   í   ágúst    2009.   Þessi    krúttlega  og  sæta   litla   sveitakirkja  í    samfélagi  sem   löngu  var,   fékk  ekki   að  vera  í   friði  fyrir    einhverjum  ólánsmönnum   sem  kveiktu  í   henni.   Vonandi   finnast   fjármunir  sem  fyrst  til að   endurreisa   hana.

MINN  FRIР LÆT  ÉG  YÐUR  EFTIR.

,,Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist“(Jh. 14: 27).

Fyrir nokkrum árum var ég á vinnustað með konu sem reynt hafði mikið í lífinu en svaraði því með dugnaði eftir því sem hún gat. Þessi kona reyndi að taka þátt í öllum friðargöngum og mótmælum sem voru í gangi og var nokkuð upptekin af því. Eitt sinn þegar ég vissi að hún hafði verið í slíkri göngu, spurði ég? Telur þú að það hafi orðið jákvæður árangur af göngunni? Já, það er ég viss um sagði hún, ,,það var mikil reiði í fólki“. Er ekki erfitt að ganga og tala fyrir friði fullur af reiði, spurði ég hana. Ekki hef ég fengið svar frá henni við þeirri spurningu enn.

Hætt er við að, friðargöngur, friðarljós og friðarsúlur missi marks ef réttur andi fylgir ekki með. ,,Réttlát reiði“ stuðlar ekki að varanlegum friði þrátt fyrir góða viðleitni og góðan vilja.

 

Friðarhöfðinginn einn, Drottinn Jesús Kristur frelsari manna, þarf að hreinsa út úr hjarta mannsins reiðina (mannlega réttlætið) og fylla það af friði sínum ef árangur á að nást af friðargöngum. Friðsamt andóf gegn óréttlæti á þó alltaf rétt á sér ef markmiðið er að rétta hlut þess sem minna má sín og það tekur engin af meiri trú en hver og einn á í því sambandi.

Líklegt er þó að ,,réttláta reiðin“ sé vandmeðfarin og oft fyrsta skrefið í áttina til ofbeldis og hryðjuverka.

TRÚ LYKILINN AÐ ÞJÓÐINNI.

,,Enn fremur þegar útlendingur, sem ekki er af lýð þínum, Ísrael, kemur frá fjarlægu landi vegna nafns þíns af því að frést hefur um þitt mikla nafn, sterka hönd þína og útréttan arm, þegar hann kemur og biður og snýr sér í átt til þessa húss, heyr þá í himninum þar sem þú býrð. Gerðu allt sem útlendingurinn biður þig um til þess að allar þjóðir jarðar játi nafn þitt. Þá munu þær sýna þér lotningu eins og lýður þinn, Ísrael, og skilja að nafn þitt hefur verið hrópað yfir þessu húsi sem ég hef byggt“(1 Kon 8: 41 – 43).

GRÁTMÚRINN.

Þessi Biblíutilvitnun er tekin úr hátíðarræðu, Salómons Ísraels konungs við vígslu musterisins á Musterishæðinni í Jórsölum, sem reist var 420 árum eftir brottför Ísraels þjóðarinnar úr Egyptalandi. Musterishæðin er helgasti staður gyðinga og ,,Grátmúrinn“ er leifar musteris mannvirkjanna og að honum eru allir útlendingar velkomnir til bæna og er það í anda þess boðskapar sem Salómon bauð.

BOР OG  BÖNN  Á   MUSTERISHÆÐINNI.

Á þessari hæð stendur nú moska múslima sem ég get fullyrt að enginn kristinn maður, né gyðingur, fær að stígur inn fyrir þröskuldinn á. Ég hef gengið um musterishæðina og það er sérstök tilfinning þar sem margir trúa því að þar verði uppgjör endatímanna háð. Múslímar einoka nú musterishæðina og er það langlundargeð sem gyðingar hafa sýnt yfirgangi múslímanna óskiljanlegt, nema frá því sjónarmiði að sá vægir sem vitið hefur meira. Múslímar hafa grafið í musterishæðina og eyðilagt fornar minjar frá dögum musterisins og valdið þar óbætanlegu tjóni á fornminjum. Allah rekur áfram og skipar, bannar og refsar. Það er ekki sú trú sem í raun býður fólk velkomið. Allah yfirtekur (rænir) menningararfi og eigum annarra það er ekki sá guðs andi sem ríkja á, sbr. ,,Þú skalt ekki stela“ Trúarbrögð sem nota þjófalykla eru ekki það sem mannshjartað þarf á að halda.

HINN   EYLÍFI   ANDI   GYÐINGSINS.

Hjá kristnum mönnum tekur Jesús Kristur við af musterinu, hann er helgidómurinn sem allir eiga að líta til. Blóð hans sem rann á Golgata er eina ,,lyfið“ sem megnar að hreinsar mann og læknar af banvænum sjúkdómi syndarinnar. Musterið var eyðilagt í hernaði og endurbyggt aftur. Það var svo árið 70 e.k. sem því var ,,endanlega“ rústað í blóðugustu útrýmingar herferð sem háð hefur verið gegn gyðingum, líklegast, þó ,,helförin“ sé tekin með. Þrátt fyrir þetta er þessi friðsama þjóð enn ofsótt af heimsdrottnum þjóðanna. Það verður ekki útskýrt með öðru en djöfullegt andavald standi þar á bak við. Gyðingar lifa þó enn í voninni um að endurreisa musterið en Messíasar gyðingar (kristnir gyðingar) eiga musteri sitt í Jesú Kristi.

 

 

Jesús svaraði þeim: „Brjótið þetta musteri og ég skal reisa það á þrem dögum“(Jh 2: 19).

Það liggur bara einn vegur trúar að hjarta Skaparans og hliðið á þeim vegi er ,,Krossinn“, hjálpræðisverkið sem hann vann. Trúin á Jesú Krist er lykilinn að Jerúsalem himnanna.

 

,,Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós. Yfir þau sem búa í skuggalandi dauðans skín ljós“(Mt 4: 16). Heimurinn er skuggaland dauðans. Jesús er ljósið og þeir sem sameinast undir krossi hans verða að einni þjóð sama hvaða trú þeir játuðu áður.

Ársæll   Þórðarson,   Reykjavík.

30.  4.   2012.

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s