HVÍTASUNNAN OG HEILAGUR ANDI


 

SÍÐASTA   TÁKNIÐ.

 

Heilagur  andi  kom  yfir  lærisveinana.

Jesú var upprisinn og var á tali við lærisveina sína, hann var að minna þá á ýmislegt sem hann hafði sagt þeim fyrir krossfestinguna og hvernig það hafði allt gengið eftir. Lærisveinarnir skildu að nauðsynlegt var að iðrast synda sinna til að fá fyrirgefningu og þeir voru að átta sig á því að Jesús dó á krossinum vegna synda þeirra og allra annarra sem vildu þiggja fyrirgefningu synda sinna fyrir náðarverkið. Þar sem syndlaust blóð hans megnar að þvo burt og hreinsa iðrandi hjarta. Þeir trúðu að Jesús væri Messías, frelsari manna. Það var bara einn laus endi sem þurfti að binda. Lærisveinarnir voru hræddir og höfðu flúið af hólmi þegar Jesús var krossfestur. Þriggja ára námið í ,,biblíuskólanum“ hjá Jesú sjálfum megnaði ekki að gera þá staðfasta og óttalausa, jafnvel þó þeir hefðu orðið vitni að mörgum yfirnáttúrlegum kraftaverkum og sum þeirra höfðu þeir meira að segja gert sjálfir í nafni Jesú, Eitthvað vantaði enn uppá að hjálpræðisverkið virkaði fullkomlega.

ÁTTI   AР RÍSA  UPP  Á  ÞRIÐJA  DEGI.

Og hann sagði við þá: ,,Svo er skrifað, að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi, og að predika skuli í nafni hans öllum þjóðum iðrun til fyrirgefningar synda og byrja í Jerúsalem. Þér eruð vottar þessa, Sjá ég sendi fyrirheit föður míns yfir yður, en verið þér kyrrir í borginni, uns þér íklæðist krafti frá hæðum“(Lk. 24: 46 – 49).

FYLLTUST   HEILÖGUM  ANDA  AF  HIMNUM.

,,Fyrirheit Föðurins“ var ekki enn gengið í uppfyllingu. Þeir höfðu ekki enn íklæðst ,,krafti frá hæðum“. En af hverju sagði Jesús lærisveinunum að vera kyrrum í borginni uns þeir íklæddust krafti frá hæðum. Það er væntanlega vegna þess að þeim vantaði kraftinn, þrekið og áræðið sem fylgdi þeim verkefnum sem Jesús fól þeim að vinna við kristniboð þar sem harðar ofsóknir biðu þeirra. Iðrandi hjörtu lærisveinanna biðu eftir kraftinum frá hæðum (Heilögum Anda). ,,Þá er upp var runninn hvítasunnudagur voru allir saman komnir á einum stað. Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra. Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla“(Post. 2: 1 – 4).

 TRÚ   BYGGР Á   KRAFTI  GUÐS.

Hvítasunnan er helguð Heilögum Anda, sem gefin er af Guði föður fyrir Jesú Krist. Andi Guðs tekur sér bústað í auðmjúku hjarta hins fallna manns sem nú er heill orðinn. H.A. þolir ekki synd og hinn endurfæddi maður er nú á yfirráðsvæði lifandi Guðs Heilagrar þrenningar. HA gefur ýmsar náðargjafir mismunandi áberandi og ekki öllum það sama en umfarm allt gefur HA meiri djörfung og þrá til að boða fagnaðarerindið og má vísa til orða Páls postula þegar hann segir ,,Þegar ég kom til ykkar, systkin, og boðaði ykkur leyndardóm Guðs gerði ég það ekki með háfleygri mælsku eða spekiorðum. Þegar ég var með ykkur ásetti ég mér að hafa ekkert í huga annað en Jesú Krist og hann krossfestan. Og ég dvaldist á meðal ykkar í veikleika, ótta og mikilli angist. Orð mín og boðun studdust ekki við sannfærandi vísdómsorð. Ég treysti sönnun og krafti Guðs anda. Trú ykkar skyldi ekki byggð á vísdómi manna heldur á krafti Guðs“ (1 Kor. 2: 1- 5).

LESIР  NÝJA  TESTAMENTIÐ.

Oft eru menn skírðir í Heilögum anda og þá er sérstaklega beðið um fyllingu  Andans með handa yfirlagningu. Margir fyllast líka Andanum án milligöngu sérstakrar fyrirbænar. Jesús Kristur er konungurinn og besta leiðin til að fræðast og kynnast HA er að lesa Nýja-Testamentið.  Hjálpræðisverk Jesú Krists, sem hófst á föstudaginn langa með krossdauða hans, líkur með gjöf HA á Hvítasunnudag.  Sonarfórn Guðs alföðurs er þar með fullkomnuð.

HA breytir persónuleika manna og lífs stíll endurfæddra telur nýja stefnu,  sem kalla má að upplifa trúna og gera hana raunverulega.

Skrifað  á   Hvítasunnunni,  27. Maí   2012   

Eftir  Ársæl  Þórðarson.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s